Laus störf
  • Óshyrna

Tæknideild Bolungarvíkurkaupstaðar óskar eftir að ráða starfsmann á tæknideild/aðstoðarmaður skipulags og byggingafulltrúa

Umsóknarfrestur er til miðnættis 3. janúar 2024

30.11.2023

 Um er að ræða 100% stöðu.

STARFSSVIÐ STARFSMANNS TÆKNIDEILDAR

Markmið starfssins
Að þjónusta við stofnannir, opinber yfirvöld og bæjarbúa. Afgreiðsla mála sé skilvirk á vegum tæknideildar.


Helstu verkefni tæknideildar eru: Byggingarmál, skipulagsmál, umhverfismál, áhaldahús þ.m.t (snjómokstur, viðhald gatna, vatnsveita, fráveita og umsjón fasteigna) og slökkvilið.

HELSTU VERKEFNI:

  • Hefur umsjón með eignum sveitafélagssins viðhald og viðgerðir.
  • Aðstoðarmaður skipulags og byggingafulltrúa.
  • Gerð lóðaleigusamninga og kemur að frágangi/afhendingu á lóðarblöðum í samræmi við lóðarleigusamninga.
  • Sér um viðhald og varðveislu uppdrátta og skjala vegna opinbers byggingaeftirlits.
  • Umsjón og eftirlit með kortavef sveitafélagssins í samráði við forstöðumann tæknideildar.
  • Staðgengill forstöðumanns/byggingarfulltrúa eftir atvikum.
  • Aðstoðar byggingafulltrúa við undirbúning og úttektir byggingafulltrúa.
  • Skal vinna að því að góð tengsl séu við bæjarbúa og aðra er þjónustu tæknideildar njóta.
  • Verkstjórn í samráði við forstöðumann tæknideildar
  • Skipulagning og forgangsröðun verka í samráði við forstöðumann
  • Samskipti og eftirlit með iðnaðarmönnum og verktökum sem sinna verkþáttum er tilheyra tæknideild.
  •  Önnur tilfallandi verkefni tengdum tæknideild og rekstri sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Iðn- eða tæknimenntun sem nýtist í starfi. Nám tækni- eða byggingafræði kostur.
  • Reynsla á sviði framkvæmda og tæknimála.
  • Góð tölvufærni er áskilin.
  • Góð færni í íslensku, bæði í ræðu og riti.
  • Þekking á teikniforritum eins og autocad eða sambærilegum forritum.
  • Kunnátta í skjalavistunarkerfum og landupplýsingakerfum er kostur.
  • Frumkvæði og metnaður í starfi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Rík þjónustulund.

Nánari upplýsingar veitir Finnbogi Bjarnason, forstöðumaður tæknideildar Bolungarvíkurkaupstaðar í s. 450-7000 og á finnbogi@bolungarvik.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 3. janúar 2024 og skal skila skriflegri umsókn og ferilsskrá ásamt meðmælendum á finnbogi@bolungarvik.is .