Laus störf
  • Það er ógeðslega gaman í vinnuskólanum

Vinnuskóli Bolungarvíkur 2021

3.5.2021

Hér er hægt er að skila inn umsókn á bæjarskrifstofu.

Vinnuskólinn er fyrir unglinga með lögheimili í Bolungarvík eða annað foreldri með lögheimili í Bolungarvík.

Boðið er uppá vinnu sem hér segir:

  • Unglingar í 8. bekk grunnskóla – 4 tímar á dag í 4 vikur
  • Unglingar í 9. bekk grunnskóla – 4 tímar á dag í 5 vikur
  • Unglingar í 10. bekk grunnskóla – 6 tímar á dag í 5 vikur
  • Unglingar í 1. bekk menntaskóla – 6 tímar á dag í 5 vikur

Unnið verður frá kl. 8 alla virka daga, unglingar í 8. og 9. bekk hætta kl. 12 en unglingar í 10. og 1. bekk menntaskóla hætta kl 14. Kaffitímar eru kl. 10 í 15 mínútur og matartími kl. 12 í 30 mínútur. Ætlast er til að unglingarnir komi með nesti í kaffi og matartíma.

Vinnuskólinn fær úthlutað verkefnum frá áhaldahúsi Bolungarvíkurkaupstaðar. Vinnuskólinn getur einnig tekið að sér önnur verkefni í bæjarfélaginu eftir sérstöku samkomulagi þar um.

Unglingum í vinnuskólanum er gert að vinna samviskusamlega þau verk sem þeim eru falin og sýna kurteisi í samskiptum við stjórnendur skólans, vinnufélaga og bæjarbúa. Klæðnaður þarf að vera í samræmi við veður og vinnuaðstæður. Reykingar eru ekki leyfðar. Farsímar eru ekki leyfðir. Fari unglingur ekki að tilmælum leiðbeinanda eða sætti sig ekki við þær starfs- og umgenginsreglur sem gilda í Vinnuskólanum verður honum gefið tækifæri til að bæta sig.

Umsóknum um vinnuskólann þarf að skila fyrir 25. maí 2021 á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar.