• Bolungarvík. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Leikskólakennari í Bolungarvík

Laus er til umsóknar 100% staða leikskólakennara við Leikskólann Glaðheima í Bolungarvík.

Bolungarvík er stórfenglegur staður í einstakri umgjörð magnaðar náttúru Vestfjarða sem býður upp á fjölbreytta útivist árið um kring.

Bærinn er sannkölluð perla fyrir fjölskyldufólk þar sem finna má auðugt og heilbrigt mannlíf, góða leik-, grunn- og tónlistarskóla, sundlaug, þreksal, íþróttahús og frábærar göngu-, hjóla- og skíðaleiðir.

Í leikskólanum er unnið með heilsueflingu og lífsleikni í leikskóla sem byggist á dygðakennslu. Mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu og hollustu.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
  • Stundvísi
  • Hreint sakavottorð

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum KÍ. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Allar frekari upplýsingar veita Ragnheiður eða Guðbjörg í síma 456-7264 eða á netfangið gladh@bolungarvik.is.

Umsóknarfrestur er til 30. desember 2021.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað í tölvupósti gladh@bolungarvik.is.

Glaðheimar er þriggja deilda leikskóli með um 50 nemendur. Heimasíða leikskólans er http://gladheimar.leikskolinn.is.