• Náttúrugripasafn Bolungarvíkur

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur

Natural History Museum of Bolungarvík

 415 Bolungarvík

456 7005 nabo@nabo.is

Sumar 2025 Safnið verður lokað í sumar. 

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur var formlega opnað í maí 1998, en safnið er það fyrsta sinnar tegundar á Vestfjörðum.

Náttúrugripasafnið er tileinkað Steini Emilsyni jarðfræðingi, sem lengi var skólastjóri í Bolungarvík. Steinasafn hans er uppistaðan í steinasýningu safnsins.

Spendýrum og fuglum eru gerð góð skil. Þegar inn er komið er gestum heilsað af blöðruselsbrimli og hvítabjörninn er ekki langt undan, umkringdur selum, refum og minkum.

Við minnum á að hægt er að kaupa sameiginlegan aðgang að náttúrugripasafninu og sjóminjasafninu Ósvör.

Gjaldskrá

Google maps