• Jóhann Hannibalsson rær sexæringnum Ölver frá Ósvör til Bolungarvíkur 2018. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Verstöðvar á Íslandi

Verstöðvar á Íslandi á 18. og 19. öld skiptust gjarnan í fjóra flokka. 

  • Fyrst ber að nefna heimverin, en þá átti hver sveitabær sína heimvör sem róið var frá hverju sinni. Ef margir sveitabæir lágu saman og fjölbýlt var sameinuðust menn um heimvör. 
  • Útverin svokölluðu, voru andstæðan við heimverin, en þá yfirgáfu menn bæi sína og dvöldu í útvörinni á meðan vertíð stóð. 
  • Viðleguver var svo þriðja tegundin, en frá þeim réru aðkomumenn sem höfðu aðsetur á nálægum sveitabæjum. 
  • Fjórða afbrigðið var blandað ver. Þaðan réru aðkomumenn úr öðrum héruðum og dvöldu í verbúðunum yfir vertíðina, auk þess sem heimamenn réru einnig.

ÓsvörFlestar verstöðvanna voru á Vestfjörðum, eða 125 af þeim 326 sem talið er að hafi verið á landinu í upphafi 18. aldar. Voru þar bæði heimver og útver. Verin voru þá yfirleitt staðsett utarlega í fjörðunum þar sem stutt var á miðin. 

Á Brunnasandi, í Tálknafirði, í Arnarfirði, í Dýrafirði og í Önundarfirði voru stærstu útverin í Vestfirðingafjórðungi staðsett sem og í Bolungarvík, sem var stærsta og elsta verstöðin við Ísafjarðardjúp.