Reglur um frístundakort

Hér eru birtar reglur um frístundakort frá Bolungarvíkurkaupstað.

Hverjir geta fengið greiðslur?

Frístundakortið getur nýst öllum ungmennum sem eiga lögheimili í Bolungarvík og eru fæddir 2002 eða síðar.

Hvenær gildir kortið?

Kortið gildir vegna útgjalda almanaksárins og þurfa beiðnir um endurgreiðslu að berast á sama ári og kostnaður fellur til. 

Fjárhæð

Hámarksfjárhæð frístundakorts er kr. 40.000,- 

Forsendur umsóknar um greiðslu

Til að sækja greiðslu vegna frístundakorts nægir að sýna frumrit af kvittun vegna þátttökugjalda eða námskeiðagjalda í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi. 

Útborgun styrks

Bolungarvíkurkaupstaður áskilur sér rétt til að meta það hvort kvittun fyrir þátttökugjöldum telst fullgild og að viðkomandi tómstundaiðkun falli undir markmið frístundakortsins sem er að auka þátttöku barna og unglinga í íþrótta-, félags-, lista- og tómstundastarfi.

Ekki er gerð krafa um að skilað sé kvittun vegna allrar upphæðarinnar í einu heldur geta forráðamenn komið með kvittanir jafnóðum og greiðsla fer fram þar til fjárhæðin hefur náð alls 40.000 krónum.  Þó er mælst til að upphæðinni verði ekki skipt í meira en þrennt, en Bolungarvíkurkaupstaður mun halda bókhald um útgreidda styrki vegna hvers einstaklings.