Reglur um úthlutun leiguíbúða
Reglur um úthlutun leiguíbúða Bolungarvíkurkaupstaðar fyrir aldraðra og fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
1. grein
Almennt
Reglur þessar gilda um leiguíbúðir Bolungarvíkurkaupstaðar, Aðalstræti 20-22, Bolungarvík. Markmiðið með úthlutun íbúðanna er að gefa öldruðum og fötluðum einstaklingum í Bolungarvík kost á að leigja aðgengilegt húsnæði, einkum þegar félagslegar- og heilsufarslegar aðstæður valda því að núverandi búseta hentar ekki og önnur úrræði í búsetumálum fást ekki.
2. grein
Réttur til umsókna
Réttur til umsókna er háður eftirfarandi skilyrðum:
- Umsækjandi skal hafa náð 67 ára aldri eða eiga rétt á þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
- Umsækjandi skal hafa átt lögheimili í Bolungarvík að lágmark síðustu sex mánuðina fyrir umsókn.
- Umsækjandi þarf að vera fær um að búa í sjálfstæðri búsetu.
3. grein
Forgangsröðun við úthlutun
Við úthlutun íbúða skal staða umsækenda metin samkvæmt eftirfarandi matslista og úthlutað til þeirra sem eru með flest stig.
4. grein
Umsóknir og úthlutun
Umsóknum skal skila til félagsþjónustu Bolungarvíkurkaupstaðar. Velferðarráð Bolungarvíkur, í samráði við félagsmálastjóra, úthlutar íbúðum samkvæmt reglum þessum.
5. grein
Endurmat á búsetuskilyrðum
Endurmeta skal búsetuskilyrði þeirra íbúa sem dvalið hafa samfellt sex mánuði eða lengur á heilbrigðisstofnun. Ef niðurstaðan er sú að viðkomandi uppfylli ekki lengur skilyrði um færni til sjálfstæðrar búsetu verður að leita annarra lausna í búsetumálum viðkomandi íbúa. Ákvæði þessarar greinar gildir aðeins fyrir þá íbúa sem hafa fengið úthlutað íbúð eftir reglum þessum.
6. grein
Almenn skilyrði
Að öðru leyti fara leigumál eftir húsaleigulögum nr. 36/1994.
Samþykkt í velferðarráði Bolungarvíkur 13. janúar 2022.
Samþykkt á 780. fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkur 12. apríl 2022.