• Skipulag

Skipulag

Hjá Bolungarvíkurkaupstað er starfandi byggingarfulltrúi (byggingarfulltrui hjá bolungarvik.is). 

Hlutverk hans er að veita bæjarbúum, bæjarfulltrúum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipulagsmál.

Um skipulagsmál fer samkvæmt skipulagslögum og lögum um umhverfismat áætlana. 

Í skipulagslögum er kveðið á um að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir. 

Umhverfismálaráð er bæjarráði og bæjarstjórn til ráðgjafar í þessum málaflokki.

 

Google Maps