Úthlutunarreglur leiguíbúða að Vitastíg 1-3 í Bolungarvík

Húsnæðissjálfseignarstofnun á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.

1. grein
Réttur til úthlutunar
Rétt á úthlutun hafa aðeins þau sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir og reglugerð nr. 183/2020 um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðisstjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Árstekjur leigjanda skulu ekki nema hærri fjárhægð en 6.957.000 kr. fyrir hvern einstakling en 9.740.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Við þá fjárhæð bætast 1.739.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldrei sem býr á heimilinu. Með tekjum er átt við allar tekjur skv. II kafla laga um tekjuskatt nr. 90/2003, samkvæmt skattaframtali síðasta árs. Samanlögð heildareign að frádregnum skuldum skal ekki nema hærri fjárhægð en 7.509.000 kr.

Undanþágu frá tekju- og eignamörkum er heimilt að veita ef ekki tekst að leigja íbúð til leigjanda sem er undir tekju- og eignamörkum. Slíkir leigusamningar skulu þó ekki vera til lengri tíma en til eins árs og heimilt að krefjast markaðsleigu.

2. grein
Forgangsröðun við úthlutun
Við úthlutun íbúða skal að jafnaði fara eftir því hversu lengi umsækjandi hefur verið á biðlista. Einnig er heimilst að taka tillit til fjölskyldustærðar, fjárhagsstöðu, félagslegra aðstæðna og núverandi húsnæðisstöðu umsækjanda.

3. grein
Fylgigögn með umsókn
Með umsókn um íbúð þarf að fylgja afrit af síðasta skattframtali og staðgreiðsluyfirlit fyrir síðastliðna 12 mánuði fyrir alla 20 ára og eldri sem koma til með að búa í íbúðinni. Ef óskað er eftir að tillit verði tekið til félagslegrar stöðu skal skila inn umsögn frá félagsþjónustu.