17. júní í Bolungarvík
Bolungarvíkurkaupstaður býður upp á hátíðardagskrá í tilefni af þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga 17. júní 2018.
Lyftum okkur upp í Víkinni fögru á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Þjóðleg dagskrá
Bolungarvíkurkaupstaður býður upp á hátíðardagskrá í tilefni af þjóðhátíðardegi okkar - 17. júní 2019.
Dagurinn hefst með víðavangshlaupi frá Ráðhúsinu. Skráning fer fram á staðnum og er hlaupið opið öllum aldurshópum.
Fleytukeppni verður í Hólsá þar sem keppendur mæta með fleytur sínar. Fleytan skal vera heimasmíðuð, hver keppandi má aðeins hafa eina fleytu og hún skal að lágmarki vera 20 cm löng.
Gengið verður í skrúðgöngu frá Ráðhúsinu að Félagsheimilinu þar sem hátíðardagskrá hefst. Fjallkonan kemur til okkar, við syngjum þjóðsönginn og nýstúdent flytur hátíðarrræðu. Við fáum að heyra ljúfa tónlist og ljúkum deginum með vöfflukaffi.
10:00 Víðavangshlaup
11:00 Fleytukeppni í Hólsá
12:30 Skrúðganga frá Ráðhúsi
12:40 Hátíðardagskrá við Félagsheimilið
13:00 Vöfflukaffi.
Gleðilega þjóðhátíð!