17. júní 2024
Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og fagnar því 80 ára afmæli á árinu. Í tilefni þess hefur forsætisráðuneytið gefið út bókina "Fjallkonan" út í samvinnu við Forlagið, sem er gjöf til landsmanna. Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru þýðingar m.a. á ensku og pólsku. Bókina má nálgast í Musteri vatns og vellíðunar.
Dagskrá 17. júní í Bolungarvík
- 11:00 Fleytukeppni í Hólsá - Allir krakkar eru hvattir til að smíða sér fley í keppnina og taka þátt. 
 Reglurnar eru þær að fleytan skal vera heimasmíðuð, hver keppandi má aðeins hafa eina fleytu og hún skal að lágmarki vera 20 cm löng.
- Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í formi gjafabréfa 
 
- 12:30 Skrúðganga frá Ráðhúsi
- 12:40 Hátíðardagskrá við Félagsheimilið- Fjallkonan kemur til okkar, við syngjum þjóðsönginn og nýstúdent flytur hátíðarrræðu. Á borðstólum verða bollakökur í boði forsætisráðuneytisins á meðan birgðir endast.
 

