Viðburðir

  • Hólskirkja í Bolungarvík
  • 10. desember 2017, 20:00, Hólskirkja í Bolungarvík

Aðventukvöld í Hólskirkju

Árlegt aðventukvöld Bolvíkinga er haldið í Hólskirkju í Bolungarvík annan sunnudag í aðventu sem er 10. desember árið 2017.

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna byrjar kl. 20:00. 

Kirkjukórinn syngur jólalög ásamt skólakórnum.

Ræðumaður kvöldsins er Una Halldórsdóttir.

Fermingarbörnin bera ljós í bæinn. 

Aðventukvöldið í ár er það fimmtugasta og annað í röðinni.