Viðburðir

  • Aeskan
  • 4. september 2020 - 5. september 2020, Félagsheimilið Bolungarvík

ÆSKAN tónlistarhátíð!

Æskan tónlistarhátið er tónlistarhátíð unga fólksins 22ja ára og yngri. 

Markmið hátíðarinnar er að gefa ungu tónlistarfólki kostur á að taka þátt í alvöru tónlistarhátíð og undir leiðbeiningu frá eldra og reyndara tónlistarfólki.

Fyrir hverja?
22ja ára og yngri og þeir sem hafa áhuga sækja um hjá Viðburðastofu Íslands með smá tóndæmi og nokkrar setningar um bakgrunn viðkomandi listamanns eða hljómsveitar.

FYRIR ALLA KRAKKA FRÁ ÖLLU LANDINU!

Hvar?
Félagsheimili Bolungarvíkur 4-5 sept.

Dagskrá?
Tónlistarfólkið mætir í Félagsheimili Bolungarvíkur föstudaginn 4. sept kl 16:00 þar sem leiðbeinendur taka á móti þeim og farið verður í að vinna saman að tónlist og tónlistarsköpun ásamt hópefli og öðru.

ATH! Farið verður í mikilvægi þess að blanda ekki saman hugbreytandi efnum og listsköpun. VIÐ SEGJUM NEI VIÐ ÖLLU SLÍKU!!

Laugardaginn 5. sept verða áframhaldandi vinnubúðir fram að tónleikum sem haldnir verða með þátttakendum kl 17:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

ATH! Bæði þátttaka og eins aðgöngumiði á tónleika er án endurgjalds. Já, allt frítt!

Tónleikarnir ÆSKAN verða í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 5. sept kl 17:00.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Varðandi þátttakendur þá verður stofnuð grúppa þegar nær dregur þar sem þið fáið frekari útlistanir á dagskrá, hverjir leiðbeinendur verða og fl.

Takið eftir. Þessi hátíð er með öllu áfengis og fíkniefnalaus!