Viðburðir

  • Æskujól 2019
  • 19. desember 2019, 20:00 - 21:30, Ísafjarðarkirkja

Æskujól

Æskujól eru tónleikar fimmtudaginn 19. desember 2019 kl. 20:00 í Ísafjarðarkirkju. 

Meginþema okkar er fjölskyldan saman um jólin. Þetta eru tónleikar fjölskyldu og vina, með ást og umhyggju fyrir hvort öðru búum við til æskujól okkar allra.

Þetta er sennilega í fyrsta skipti sem þrír unglingar fara í skipulagðan jólatúr á aðventunni.

Ari Ólafsson er landsmönnum kunnur. Hann tók þátt í Evróvision fyrir okkar hönd árið 2018. Hann er gríðarlega efnilegur tenórsöngvari og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Karolína Sif er 18 ára stúlka frá Bolungarvík. Karó er gríðarlega efnileg söngkona og hefur gefið út eitt lag á spotify með Jógvan Hansen - Þú ert sú eina.

Pétur Ernir er 19 ára gamall Ísfirðingur. Pétur er hálfgert undrabarn og framúrskarandi hæfileikaríkur listamaður. Hann bæði spilar á píanó á tónleikunum sem og syngur. Einnig sér hann um allar útsetningar.

Þríeykið mun flytja frumsamið lag eftir Pétur og Karó á tónleikunum. Að sjálfsögðu heitir lagið Æskujól. 

Við látum ykkur kæru vinir eftir að meta það að við höfum ókeypis aðgang fyrir þau börn sem vilja sitja í fanginu á foreldrum/forráðamönnum. Við teljum það mjög táknrænt fyrir tilgang tónleikanna, þe, að halda utan um börnin okkar. Þau eiga það skilið.

Lokalagið verður Heims um ból sem verður almennur söngur og þá fáum við alla þá krakka sem mæta á tónleikana til að koma til okkar og syngja með okkur fyrir gesti.