Viðburðir

  • Aldrei fór ég suður 2018!
  • 29. mars 2018 - 31. mars 2018, Ísafjörður

Aldrei fór ég suður 2018!

Alþýðurokkhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram dagana 29.-31. mars 2018 á Ísafirði.

Hátíðin fer nú fram í fimmtánda sinn og verður eins og áður á Ísafirði um páskana.

Aldrei_2018_3

Aðaldagskráin er til húsa í Kampa-skemmunni á horni Ásgeirsgötu og Aldrei fór ég suðurgötu og stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa 30. mars og laugardaginn 31. mars. 

Þar að auki verður boðið upp á ýmsa hliðardagskrá frá miðvikudegi til sunnudags víðsvegar um Skutulsfjörð sem og nágrannabyggðarlög.


Áætlunarrúta milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar á Aldrei fór ég suður - aldrei.is

Föstudag og laugardag:

  • Bol-Ísa 19:45, 21:30 og 00:00
  • Ísa-Bol 20:15, 22:00 og að lokinni dagskrá Aldrei

Stoppistöðvar eru Sundlaugin í Bolungarvík og Einarsgata við Vínbúðina á Ísafirði.

Verðskrá 1.000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir grunnskólabörn, frítt fyrir yngri.