Viðburðir

  • Örnefnabolur
  • 8. september 2019 - 14. september 2019, Bolungarvík

Ástarvikan í Bolungarvík 2019

Ástarvikan er kærleiksrík menningarhátíð sem haldin er í Bolungarvík 8.-14. september 2019.

Elskaðu náungann eins og sjálfan þig!

Sunnudagur 8. september
11:30 Ástar-brunch í Víkurskálanum til 14:00, tilboð á LOV-drykknum
21:00 Opnun ástarvikunnar á Verði með blysum

Þriðjudagur 10. september
20:00 Kærleiksstund í Hólskirkju

Miðvikudagur 11. september
20:00 Kynheilbrigði, lyklapartý og losti, skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur Röggu Eiríks þar sem farið verður um víðan völl, forvitnilegt og fullorðins í félagsheimilinu

Fimmtudagur 12. september
20:00 Konukvöld í Bjarnabúð til 22:00
21:00 Karlakvöld í Musterinu til 23:00, bjórkynning, aðgangseyrir

Föstudagur 13. september
19:00 Hlaðborð hlýjunnar í Safnaðarheimilinu, Pálínuboð, allir velkomnir
20:00 Pottar og stjörnur í Musterinu
opið til 23:00

Laugardagur 14. september
Réttardagur í Bolungarvík
11:30 Ástar-brunch í Víkurskálanum til 14:00, tilboð á LOV-drykknum
23:00 Danshljómsveit Vestfjarða á réttarballi í Einarhúsi til 03:00

Allir fá ís í Musterinu - við elskum Ísfirðinga!

Klippikompaníið, Aðalstræti 21, býður upp á 15-35% afslátt af vörum í ástarvikunni, sími 4567999.