Viðburðir

  • Bolungarvík
  • 13. september 2017, 18:00, Bolungarvík

Ástavikuganga

Ástarvikuganga verður út í Óshóla miðvikudagurinn 13. september kl. 18:00.

Gengið verður frá sundlauginni, Musteri vatns og vellíðunar.

Göngustjórn er á vegum stjórnar Heilsubæjarins Bolungarvíkur

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. 

Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Allir göngugarpar sem taka þátt í Lýðheilsugöngum FÍ geta hreppt glæsilega vinninga með því að skrá sig í göngurnar - lydheilsa.fi.is.