Viðburðir

  • Minningaröldurnar, Svanhildur Helgadóttir
  • 7. júní 2020, 15:00, Bolungarvík

Blómsveigar lagðir að minnismerkjum sjómanna

Á sjómannadag eru lagðir blómsveigar að tveimur minnismerkjum í Grundarhólskirkjugarði að lokinni sjómannadagsmessu í Hólskirkju.

Þann 30. janúar 1941 fórst mb. Baldur frá Bolungarvík og með honum fjórir menn. Árið eftir var minnisvarði um mb. Baldur afhjúpaður á sjómannadaginn.

Þann 18. október 2003 var vígður minnisvarði um horfna, látna og drukknaða sem hvíla í fjarlægð.