Viðburðir

  • 31. maí 2025 - 1. júní 2025, 15:00, Íþróttahúsið Árbær

Borðtennismót

Borðtennismót í Bolungarvík um sjómannadagshelgina! 

Fyrsta borðtennismót Borðtennisdeildar Ungmennafélags Bolungarvíkur (UMFB) býður upp á borðtennishelgi, Sjómannadagshelgina 31. maí til 1. júní. Tveir reyndir þjálfarar frá HK, Bjarni Þ. Bjarnason, yfirþjálfari, og Darian Adam Róbertsson Kinghorn, sem nýlega var á ITTF level 1 þjálfaranámskeiðinu, bjóða upp á æfingar á laugardegi.  Á laugardagseftirmiðdegi og sunnudegi verður svo boðið upp á mót. Mótið verður það fyrsta á vegum Borðtennisdeildar UMFB, sem stofnuð var í haust. UMFB og Borðtennissamband Íslands fengu styrk úr Hvatasjóði vegna verkefnisins. 

Mótið fer fram í íþróttahúsi Bolungarvíkur og keppt verður í eftirfarandi flokkum: 

  • U11 blönduð kyn. 
  • U14 kk 
  • U14 kvk 
  • U18 kk 
  • U18 kvk 
  • U23 blönduð kyn 
  • Opinn flokkur karla 
  • Opinn flokkur kvenna 

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að keppt verður í riðlum og fara efstu tveir leikmenn úr hverjum riðli og keppa í einföldum útslætti (ef fleiri en einn riðill er í flokki). Raðað verður í riðla samkvæmt styrkleikalista, sbr. 17. gr. keppnisreglna BTÍ. Mótið gildir til stiga á styrkleikalistanum. Leikmaður þarf að vinna 3 lotur til að vinna viðureignina, bæði í riðlunum og í útsláttarkeppninni. 

 

Dagskrá:

 Laugardagurinn 31. maí: 

  • Klukkan 15:00 opinn flokkur karla 
  • Klukkan 15:30 opinn flokkur kvenna 

Sunnudagurinn 1. júní: 

  • 10:00 U11 blönduð kyn 
  • 11:00 U14 kk 
  • 11:30 U14 kvk 
  • 13:00 U18 kvk 
  • 13:30 U23 blönduð kyn 
  • 14:00 U18 kk 

 

Leikið verður með hvítum Stiga 3 stjörnu kúlum á sex keppnisborðum og verða medalíur veittar fyrir fjögur efstu sætin í hverjum flokki. 

Mótsstjórn skipa Auður Tinna Aðalbjarnardóttir (s: 868-6873), Trausti Salvar Kristjánsson, Amid Deryat og Bjarni Þ. Bjarnason og verður Bjarni yfirdómari. 

Tekið er á móti skráningum á netfangið umfbolvik@gmail.com sem og á mótsstað tíu til þrjátíu mínútum fyrir upphaf hvers keppnisflokks. Þátttökugjald er ókeypis. 

Dregið verður í mótið í íþróttahúsi Bolungarvíkur 10 mínútum fyrir hvern keppnisflokk á keppnisstað. Einungis er heimilt að keppa í einum flokki hvorn daginn.