Viðburðir

  • Lambagras
  • 16. september 2021

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðilegur 16. september.

Einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eru hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. 

Þeir sem nýta sér samfélagsmiðla í tengslum við daginn eru minntir á myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN.

Dagur íslenskrar náttúru var stofnaður af ríkisstjórn Íslands að tillögu Svandísar Svavarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra. Þann 16. september 2010, á 70 ára afmæli Ómars Ragnarssonar, fréttamanns, var ákveðið að fæðingardagur hans yrði upp frá því tileinkaður íslenskri náttúru honum til heiðurs.