Viðburðir

  • Dagur íslenskrar tungu
  • 16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu.

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. 

Íslendingar hafa verið hvattir til að draga íslenska fánann að húni á degi íslenskrar tungu.