Viðburðir

  • Dagur_tonlistarskolanna_1659543032084
  • 7. febrúar 2023

Dagur tónlistarskólans

Á degi tónlistarskólanna efna tónlistarskólar landsins til ýmiskonar viðburða til að vekja athygli á starfsemi sinni.

Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskólanna við nærsamfélagið. Í tilefni dagsins er foreldravika í Tónlistarskólanum í Bolunagarvík. Vikuna 6.- 10.febrúar er foreldrum boðið að koma í tíma nemandans til að fylgjast með og/eða ræða við kennarann um námið.

Dagur tónlistarskólanna er haldinn árlega 7. febrúar á fæðingardegi Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrverandi menntamálaráðherra.