Viðburðir

  • Einars leikur Guðfinssonar
  • 7. júlí 2018, 16:00, Einarshús í Bolungarvík

Einars leikur Guðfinnssonar

Kómedíuleikhúsið sýnir sjónleik um Einar Guðfinnsson.

Einars leikur Guðfinnssonar rekur sögu athafnamannsins sem breytti þorp í bæ með einstökum hætti og dugnaði. 

Hann er ekki nema 26 ára þegar hann sest að í Bolungarvík með tvær hendur tómar en nær að byggja upp eigið veldi sem á fáa sína líka. 

Hér er á ferð saga sem snertir við öllum, er bæði fræðandi og upplýsandi og þá ekki síst fyrir æskuna og gesti Bolungarvíkur sem geta hér fengið söguna beint í æð með göldrum leikhússins. Einars saga er gott dæmi um það að allt er hægt með viljanum. 

Ungur að árum hóf Einar útgerð á sexæringi. Hugurinn hans stefndi hátt og áður en yfir lauk hafði hann byggt upp mörg fyrirtæki í útgerð og margþættum rekstri. Hér er á ferðinni kraftmikil leiksýning þar sem róið er á ýmis mið og gjarnan teflt á tæpasta vað. 

Höfundar leiksins eru þeir Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson. Sá fyrrnefndi er í hlutverki Einars en Rúnar leikstýrir. Höfundar tónlistar er Björn Thoroddsen en lýsingu hannaði Magnús Arnar Sigurðsson.

Það er hið vestfirska Kómedíuleikhús sem setur EG á senu.  

Sýning á markaðsdaginn 7. júlí kl. 16:00 í Einarshúsi, önnur sýning kl. 17:00.