Viðburðir

  • Evrópski tungumáladagurinn
  • 26. september 2022

Evrópski tungumáladagurinn

Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn 26. september frá árinu 2001. 

Með deginum er lögð áhersla á fjölbreytni tungumála í Evrópu og mikilvægi tungumálanáms og er hann haldinn hátíðlegur meðal 45 Evrópuþjóða.

Markmið dagsins eru m.a. að gera almenningi ljóst mikilvægi tungumálanáms, auka fjölbreytileika þeirra tungumála sem lögð er stund á og vekja almenna athygli á tilveru og gildi allra þeirra tungumála sem töluð eru í Evrópu.