Fjölskyldudagskrá sjómannadagsins í Bolungarvík
Fjölskyldudagskrá sjómannadagsins í Bolungarvík verður á sama stað og í fyrra, á Bolungarvíkurhöfn.
Björgunarsveitin verður að sjálfsögðu á sínum stað, með leiki og fjör!
Róðrakeppnin verður með bættu sniði í ár, en það eru vegleg verðlaun fyrir fyrsta sætið. Allir keppendur fá 12" pizzu af Einarshúsinu, ís, pyslu og kaffi frá Víkurskálanum og gjafamiða fyrir 2 á Sjóminjasafnið Ósvör.
Við hvetjum fólk til þess að hópa sig saman í 7 manna lið og gera keppnina í ár æsispennandi!
Skráning í róðrakeppni fer fram á staðnum.
Friðrik Ómar og Jóvgan koma til okkar í víkina og halda uppi blússandi fjöri!
Fiskiveislan verður á sínum stað, enda sló hún í gegn í fyrra, og í ár verður þetta ekki síðra!
Hoppukastalar, andlitsmálning, tónlist og fjör! Þessu vilt þú EKKI missa af!
Hlökkum til að sjá ykkur!