Viðburðir

  • Gísli á Uppsölum - einleikur
  • 1. júlí 2017, 16:00, Félagsheimilið Bolungarvík, 0 kr.

Gísli á Uppsölum

Leikverkið Gísli á Uppsölum verður sýnt í Félagsheimili Bolungarvíkur á markaðsdaginn 1. júlí 2017 kl. 16:00.

Hin áhrifamikla sýning Gísli á Uppsölum í uppfærslu Kómedíuleikhúsins hefur verið sýnd víða um land og fengið góðar undirtektir. 

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn.

Höfundar leiksins eru Bílddælingarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar leikur og Þröstur leikstýrir. Höfundur tónlistar er Svavar Knútur.

Frítt er inn á sýninguna. Eftir sýningu býðst gestum að ræða við Elfar Loga um viðfangsefnið Gísla Oktavíus og sýninguna. 

Markaðshelgin í Bolungarvík 2017