Viðburðir

  • Sjómannadagur 2015. Mynd Helgi Hjáltmýsson.
  • 7. júní 2020, 14:00, Hólskirkja í Bolungarvík

Hátíðarguðsþjónusta á sjómannadag

Hátíðarguðsþjónusta verður á sjómannadag í Hólskirkju að lokinni skrúðgöngu frá Brimbrjótnum til kirkjunnar.

Skrúðgangan frá Brjótnum verður farin kl. 13:30 og guðsþjónustan hefst kl. 14:00.

Baldur Smári Einarsson, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, flytur ræðu í guðsþjónustunni og kór bolvískra karla syngur. Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir þjónar fyrir altari.

Að guðsþjónustunni lokinni verður gengið í Grundarhólskirkjugarð og lagðir blómsveigar að minnismerkjum sjómanna í garðinum.

Sýnt verður beint frá guðsþjónustunni á vefnum og er söfnuðurinn hvattur til að nýta sér þá þjónustu og koma þannig til móts við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda vegna farsóttarinnar.