Viðburðir

  • Dúó Stemma
  • 1. júlí 2017, 14:00, Félagsheimilið Bolungarvík, 0 kr.

„Heyrðu Villuhrafninn mig“

„Heyrðu Villuhrafninn mig“ er hljóðsaga um Fíu frænku sem lendir í miklu ævintýri með Dúdda, besta vini sínum.

Villuhrafninn, dvergurinn Bokki, Hrappur rappari og leiðindaskjóðan Bárðarbunga koma m.a. við sögu í tónleikhúsi með fullt af spennandi hljóðum, íslenskum þulum, lögum og góðum boðskap. 

Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Þau spila, syngja og leika á ýmis hljóðfæri, hefðbundin og heimatilbúin m.a. hrossakjálka, skyrdós og sandpappír. 

Markaðshelgin í Bolungarvík 2017