Viðburðir

  • Hlaupahátíð á Vestfjörðum
  • 12. júlí 2018 - 15. júlí 2018

Hlaupahátíð á Vestfjörðum

Hlaupahátíð á Vestfjörðum fer fram helgina 12.-15. júlí 2018.

Hlaupahátíðin verður enn stærri í ár en boðið verður upp á hlaup frá Skálavík til Bolungarvíkur sem er um 13 km leið. 

Fyrir þá allra hörðustu verður einnig boðið upp á auka lykkju upp á Bolafjall sem er þá hlaup um 20 km í heildina.

Þessi viðburður verður á fimmtudagskvöldið 12. júlí og mun hefjast kl 20.00. Eftir hlaupið verður öllum þátttakendum boðið í sund í Bolungarvík þar sem verðlaunaafhending fer einnig fram.

Nýr viðburður verður við hátíðina í ár en það er Enduro Ísland sumarfagnaður en hann verður haldinn sunnudaginn 15. júlí í Skutulsfirði og hefst hann kl. 10.00.

Enduro snýst um að hjóla stóra All Mountain-leið og enda í lokahófi. Á leiðinni skemmta keppendur sér við að keppa á stuttum sérleiðum sem eru mest niður í móti og tæknilegar.

Nánari upplýsingar er að finna á enduroiceland.com og er skráning hafin á hlaupahatid.is.