Viðburðir

  • Hogni
  • 2. ágúst 2019, 18:00, Hólskirkja í Bolungarvík, 3.000 kr.

Högni fer vestur

Högni Egilsson leggur leið sína vestur að halda styrktartónleika í einstökum kirkjum á Vestfjörðum.

31. júlí í Bíldudal
1. ágúst á Flateyri
2. ágúst í Bolungarvík kl. 18:00

Högni hefur samið tónlist með hljómsveitum sínum Hjaltalín og GusGus auk sólóverkefnisins HE. Þá hefur hann samið fjöldamörg tónverk fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. 

Tónleikagestir mega því búast við einstakri tónlistarveislu.Tónleikunum verður stillt upp með því augnamiði að skapa nánd og eftirminnilega stemming meðal tónleikagesta. 

Ágóði tónleikana mun renna til góðs málefnis innan sveitafélagsins sem tónleikarnir eru haldnir í.