Viðburðir

  • Hópgangan kemur til Hólskirkju árið 2016. Mynd: Helgi Hjálmtýsson.
  • 1. júní 2025, 13:30 - 14:00, Bolungarvík

Hópganga frá Brimbrjóti að Hólskirkju

Gengið verður í hópgöngu til heiðurs sjómönnum frá Brimbrjótnum til sjómannadagsmessu í Hólskirkju á sjómannadaginn.

Lagt verður af stað frá Brimbrjótnum kl. 13:30.

Hólskirkja í Bolungarvík. Mynd: Helgi Hjálmtýsson

Þann 29. maí árið 1939 var Sjómannadagur Bolungarvíkur fyrst haldinn hátíðlegur á öðrum degi hvítasunnu.

Dagurinn hófst með því að sjómenn og bæjarbúar gengu fylktu liði til Hólskirkju til fyrstu sjómannadagsmessunnar.

Skrúðgangan, eða hópgangan eins og hún kallast framan af, guðsþjónustan og minning sjómanna í Grundarhólskirkjugarði eru einu „atriðin“ í dagskrá sem hafa alltaf verið á sjómannadag og aldrei fallið niður.