Viðburðir

  • Karíus og Baktus
  • 7. júlí 2018, 16:00, Bolungarvík

Karíus og Baktus

Leikhópurinn Vinir sýnir barnaleikritið Karíus og Baktus kl. 16:00 á markaðsdaginn 7. júlí í Bolungarvík.

Karíus og Baktus er skemmtilegt og litríkt barnaleikrit sem flestir ættu að kannast við. 

Leikritið fjallar um tvo skrýtna náunga sem una sér best við sælgætisát og holugerð í tönnunum hans Jens. 

Það er leikhópurinn Vinir sem gefur þeim félögum nýtt líf á fjörugan hátt og sýnir í fyrsta sinn á Vestfjörðum.

Leikurinn fer fram við Félagsheimili Bolungarvíkur og eru allir velkomnir.