Viðburðir

  • Kotilettur
  • 18. apríl 2019, 19:00, Einarshús í Bolungarvík

Kótilettukvöld og endurbættur Kjallari

Kótilettukvöld verður á skírdag 18. apríl 2019 kl. 19:00 í Einarshúsi í Bolungarvík. 

Í fyrra komust mikið færri að en vildu svo við bendum á að hafa samband til þess að tryggja ykkur miða.

Kótilettur í raspi eins og fólk getur í sig látið og auk þess drykkir.

Að loknum kótilettum mun fólki verða boðið í nýjan og endurbættan Kjallara Einarshúss eða ,,Litla listahús Vestfjarða,, Kolamolarnir á tilboði og lifandi tónlist!