Viðburðir

  • Kyiv Soloists
  • 3. júlí 2019, 20:00, Félagsheimilið Bolungarvík

Kyiv Soloists og Selvadore Rähni

Tónlistarhátíðin Miðnætursól í Félagsheimili Bolungarvíkur.

SelvaKyiv Soloists er úkranísk kammersveit.

Selvadore Rähni er eistneskur klarínettleikari.

Kammersveitin Kyiv Soloists kemur fram ásamt einleikaranum Selvadore Rähni og flytur Klarínettukonsert í A-dúr eftir W.A. Mozart.

Eftir hlé flytur kammersveitin Kiev Soloists Sinfóníu nr. 40 í G-moll eftir W.A. Mozart.

Kammersveitin Kyiv Soloists kemur frá Kiev, höfuðborg Úkraníu, og samanstendur af úkranísku tónlistarfólki sem hefur sigrað úkranískar og alþjóðlegar tónlistarkeppnir.

Selvadore Rähni hefur búið á Íslandi frá 2005. Hann hefur komið fram sem einleikari víða í Evrópu og Japan og leikið einleik sem gestaleikari með mörgum þekktum evrópskum og japönskum hljómsveitum.

Tónleikarnir eru hluti af Tónlistarhátíðinni Miðnætursól sem er samstarfsverkefni Tónlistarskóla Bolungarvíkur og Bolungarvíkurkaupstaðar.

Tónleikarnir fara fram í Félagsheimili Bolungarvíkur miðvikudaginn 3. júlí og hefjast kl. 20:00.

Miðaverð
Stakur miði kr. 3.000.
Tveir miðar kr. 5.000.
Eldri borgarar og börn undir 18 ára aldri kr. 2.000.
Tónleikar henta ekki börnum yngri en 7 ára.