Viðburðir

  • Markaðshelgin
  • 1. júlí 2017, 13:00, Félagsheimilið Bolungarvík

Markaðstorgið

Markaðstorgið á markaðshelginni í Bolungarvík er vinsæll vettvangur. 

Skráðu þig fyrir sölubás (Google.com)!

Bæði kaupendur og seljendur hafa snúið heim með bros á vör frá markaðstorginu sem vel á annað þúsund manns hafa sótt ár hvert og fer fjölgandi. 

Markaðsdagurinn sjálfur, sem er fyrsti laugardagurinn í júlí, er blanda af öflugu markaðstorgi, yfirgripsmikilli tónlistar- og fjölskylduskemmtun, auk fjölbreyttra leiktækja fyrir krakka á öllum aldri. 

Það er samdóma álit þeirra gesta sem sótt hafa markaðsdaginn í Bolungarvík að hann hafi tekist einstaklega vel, og sé sannarlega í sérflokki. 

Markaðshelgin í Bolungarvík 2017