Viðburðir

  • Fáni leikskólabarna
  • 12. maí 2021 - 28. maí 2021, Ráðhús Bolungarvíkur

Myndlistarsýning Glaðheima

Leikskólinn Glaðheimar hefur sett upp myndlistarsýningu nemenda í Ráðhússal Bolungarvíkur.

Nemendur og starfsfólk skólans og opnuðu sýninguna formlega í morgun, 12. maí 2021.

Sýningin verður opin á skrifstofutíma í maí og eru foreldrar, forráðamenn og íbúar Bolungarvíkur hvattir til að gefa sér tíma og skoða sýninguna.

Það er orðin hefð í starfi skólans að setja upp sýningu sem þessa á vormánuðum.