Viðburðir

  • Gréta Gísladóttir
  • 4. júlí 2019, 18:00 - 20:00, Bolungarvík

Myndlistarsýning Grétu Gísladóttur opnar

Myndlistarsýning Grétu Gísladóttur opnar fimmtudaginn 4. júlí kl. 18:00 í Ráðhússal Ráðhúss Bolungarvíkur.

Gréta Gísladóttir er fædd á Íslandi árið 1973. Hún lærði myndlist í Kunst- og håndværkshöjskolen Engelsholm í Danmörku 1999–2000. Á árunum 2008–2011 nam hún við Myndlistaskólann á Akureyri.