Námskeið í fjármálalæsi
Vinnuskólinn býður upp á námskeið í fjármálalæsi fyrir alla nemendur Bolungarvíkur í 8. bekk, 9. bekk, 10. bekk og 1. bekk í menntaskóla. Námskeiðið verður föstudaginn 13. júní frá klukkan 08:00-12:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.
Arnar Þór Ólafsson, sérfræðingur í fjármálalæsi og stjórnandi hlaðvarpsins "Viltu finna milljón?" heldur hagnýtan og fræðandi fyrirlestur um fjármál, sparnað, vinnulaun og framtíðarsýn. Arnar starfsrækir einnig fjármálaráðgjöfina Auratal, sem veitir ungu fólki og fjölskyldum fræðslu og aðstoð við að ná betri tökum á fjármálum.
Námskeiðið er opið öllum á vinnuskóla-aldri, bæði þeim sem eru skráðir í vinnuskólann og öðrum áhugasömum ungmennum í Bolungarvík.
