Viðburðir

  • Photo: Alexandra Tincu.
  • 13. apríl 2022, 16:00 - 17:00, Félagsheimilið Bolungarvík

Páska-kökubasar kvenfélagsins

Páska-kökubasar Kvenfélagsins Brautarinnar í Bolungarvík stendur frá kl. 16-17 miðvikudaginn 13. apríl 2022 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Nú er lag að verða sér úti um góðgæti fyrir páskana hjá kvenfélagskonum í Bolungarvík: Háfleygar rjómatertur, dúnmjúkar súkkulaðikökur, dásamlegar perutertur og svo margt fleira.

Viltu þú gleðja elskuna þína? Takmarkað magn, fyrstur kemur, fyrstur fær.

Athugið að það er ekki greiðslu-posi á staðnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta!
Kveðja frá kvenfélagskonum Brautarinnar.