Viðburðir

  • 13. apríl 2025, 13:00, Félagsheimilið Bolungarvík, 1.500kr

Páskabingó Sjálfsbjargar

Páskabingó Sjálfsbjargar í Bolungarvík verður haldið sunnudaginn 13. apríl kl. 13:00 í Félagsheimilinu í Bolungarvík.Sjálfsbjörg Bolungarvík er félag fólks með fötlun í Bolungarvík. Hlutverk Sjálfsbjargar á landsvísu er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti fólks með fötlun og gæta réttinda og hagsmuna þess. Sérstaklega skal unnið að því að tryggja hreyfihömluðum félagsmönnum sem öðrum aðgengi að mannvirkjum, umhverfi, menntun, atvinnu og upplýsingum.Allur ágoði af páskabingói félagsins mun renna óskiptur í söfnun til þess að fjármagna kaup á tveimur meðferðartækjum sem staðsett verða í Sjúkraþjálfuninni í Bolungarvík. Annarsvegar er það nýtt stuttbylgjutæki sem kostar um það bil 1.600.000 kr. og hinsvegar TECAR meðferðartæki sem kostar um 1.200.000 kr. Félagasamtökin Sjálfsbjörg í Bolungarvík eiga mikið af tækjunum sem staðsett eru í sjúkraþjálfuninni en kominn er tími á að endurnýja mörg þeirra. Í fyrra keypti félagið ásamt Sjúkraþjálfuninni Heilsueflingu t.a.m. meðferðabekk fyrir 450.000 kr. sem mikil ánægja er með meðal bæði viðskiptavina og starfsfólks.Gjaldskrá:
1.500. kr. fyrir aðgang að húsinu og með fylgir eitt bingóspjald.
1000 kr. fyrir hvert aukaspjald.
Frír aðgangur er fyrir börn á leikskólaaldri.
Posi verður á staðnum!Þeir sem vilja styrkja Sjálfsbjörg í Bolungarvík er bent á reikningsnúmer félagsins:
Sjálfsbjörg Bolungarvík
Kt. 450290-2469
Rkn. 0174-26-10774