Viðburðir

  • Pínu litla gula hænan - söngvasyrpa
  • 5. júní 2021, 12:00, Félagsheimilið Bolungarvík

Pínulitla gula hænan - söngvasyrpa

Leiksýning Lottu 5. júní 2021 kl. 12:00 við Félagsheimili Bolungarvíkur.

Vegna votviðris verður leiksýningin í íþróttahúsinu.

Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn til okkar með ævintýralegt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. 

Það verður aðeins annar bragur á Lottu í sumar, en sökum Covid gátu þau ekki farið af stað með glænýjann íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega. Þau ætla þó heldur betur að koma með skemmtilega sýningu til okkar og hafa nú sett saman frábæra Lottu-syrpu stútfulla af sprelli, söng og fjöri fyrir allan aldur!

Pínu-litla gula hænan er prýdd fallegum boðskap, frábærum húmor og góðum lögum.

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með leiksýningar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í útileikhúsi á sumrin og ferðast nú um landið 15. sumarið í röð.

Sýningin er í boði Bolungarvíkurkaupstaðar.