Viðburðir

  • Sálin hans Jóns míns
  • 2. júní 2018 - 3. júní 2018, 23:00 - 3:00, Félagsheimilið Bolungarvík

Sálin hans Jóns míns

Sálin hans Jóns míns leikur á sjómannadagsballi laugardagskvöldið 2. júní 2018 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Boðið er upp á hátíðarkvöldverð í félagsheimilinu kl. 20:00 og í framhaldi af honum hefst opinn dansleikur með Sálinni kl. 23:00. 

Uppselt er á hátíðarkvöldverðinn sem verður í höndum meistarakokksins Bjarts í Sumarhúsum og sérsveitar hans.

Húsið opnar kl. 19:00, borðhald og skemmtun hefst kl. 20:00.

Forsala og afhending miða frá kl. 17-19 föstudaginn 25. maí í anddyri FHB á matinn og ballið.

Kvöldverður og ball kr. 10.900. Ball kr. 3.500. Ósóttir miðar verða seldir. Sími: 6902303