Viðburðir

  • Image by: Natalia Ovcharenko
  • 25. mars 2020, 17:00 - 21:00, Bolungarvík, 7.500 kr.

Sálrænn stuðningur

Sálrænn stuðningur er námskeið um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum, haldið kl. 17-21 þann 25. mars 2020 í húsi Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. 

- 10. mars, vegna Covid-19 veirunnar fellur námskeiðið niður! - 

Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig veita má stuðning og sýna umhyggju.

Meðal viðfangsefna eru mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinga, sálræn skyndihjálp, stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks og sorg og sorgarferli.

Kennarar: Auður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Harpa Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi
Tími: Kennt miðvikudaginn 25. mars 2020 kl. 17:00-21:00
Lengd: 6 kennslustundir (1 skipti)
Staður: Hús Verkalýðs-og sjómannafélags Bolungarvíkur
Verð: 7.500 kr.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Rauða krossinn í Bolungarvík.

 

Hvað er sálrænn stuðningur?


Sálrænn Stuðningur er sérhæfð þjónusta við fólk sem lendir í áföllum og byggir á viðurkenndum aðferðum til að bregðast við bráðum áfallastreituviðbrögðun og beinist að því að draga úr uppnámi og stuðla þannig að betri aðlögun eftir áfallið.

Sálrænn stuðningur er afmarkaður, tímabundinn og með áherslu á forvarnir og mat á þörf fyrir frekari eftirfylgd. Þjónustan miðast við þroska og hefur svigrúm til að laga aðstoð að misumnandi menningarheimum.

Hugtakið áfall er notað yfir hættu sem ógnar lífi, limum eða viðurværi fólks sem og reynslu þeirra sem verða vitni að ofbeldi, líkamsáverkum eða dauða.

Sálrænn stuðningur í skipulagi almannavarna er veitt af fagfólki og sérþjálfuðum sjálfboðaliðum.

Rauði krossinn á Íslandi sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi samkvænt samningi við Almannavarnir ríkisins. Deildir Rauða krossins opna fjöldahjálpastöðvar á hættu- og neyðartímum þar sem fólki er veitt fyrsta aðstoð, svo sem upplýsingar, fæði og klæði, sameining fjölskyldna fer fram og sálrænn stuðningur er veittur.