Viðburðir

  • Kökur, mynd: Brooke Lark, Unsplash
  • 1. júní 2021 - 5. júní 2021, Bolungarvík

Sjómannadags-kökulínu-happdrætti

Sjómannadags-kökulínu-happdrætti kvennadeildar slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík fer fram um sjómannadagshelgina og í aðdraganda hennar.

Seldar verða happdrættislínur þar sem í vinning er ýmiss konar góðgæti, t.d. brauðtertur, hnallþórur og fleira bakkelsi. Hver lína kostar 3.000 kr. og aðeins er tekið við peningum.

Dregið verður í happdrættinu eftir hádegi laugardaginn 6. júní og gómsætir vinningarnir keyrðir heim til heppinna kaupenda síðar þann dag.

Sölustaðir

  • Bjarnabúð frá og með 1. júní
  • Klippikompaní frá og með 1. júní
  • Kjörbúðin 2. og 3. júní

Einnig tekið við frjálsum framlögum á kennitölu 680191-2479 og reikning 174-05-400296.

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur kvennadeild slysavarna-félagsins Landsbjargar í Bolungarvík ákveðið að fella niður sitt árlega Sjómannadagskaffi líkt og gert var á liðnu ári. Kaffið hefur um árabil verið ein mikilvægasta fjáröflunarleið deildarinnar sem ver stærstum hluta tekna sinna til að styrkja björgunarsveit félagsins og stuðla að slysavörnum og öryggi íbúa og gesta.