Viðburðir

  • Kappróður á sjómannadag 2018. Mynd: Helgi Hjálmtýsson.
  • 18. maí 2021

Sjómannadagsdagskrá 2021

Sjómannadagsdagskrá hefst laugardaginn 5. júní 2021 kl. 13:30 með ýmsum þrautum og skemmilegum leikjum fyrir krakka á öllum aldir.

Viðburður fellur niður vegna sóttvarna yfirvalda. 

Farið verður í flekahlaup, belgjaslag, reiptog, pokahlaup og margt fleira og svo verður auðvitað hinn sígildi kappróður.

Það er Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík sem stjórnar skemmtuninni og sér til þess að allt gangi vel.