Viðburðir

 • Nýtt merki Sjómannadagsins hannað 2013.
 • 4. júní 2015 - 6. júní 2015

Sjómannadagshelgin 2015

Sjómannadagurinn í Bolungarvík á sér langa og merka sögu og er einn af stóru menningarviðburðunum í bænum ár hvert enda er Bolungarvík ein elsta verstöð landsins.

Fimmtudagurinn 4. júní

 • 19:30 Þuríðardagurinn er árlegur dagur til heiðurs konum í Bolungarvík og verður haldinn í félagsheimilinu. Það er við hæfi að hefja dagskrá sjómannadagshelgarinnar með því að minnast formóðurinnar sem seiddi sjávargullið til okkar sem konur og karlar hafa veitt og verkað allt frá dögum þessarar kyngimögnuðu landnámskonu Bolungarvíkur - Þuríðar sundafyllis.


Föstudagur 5. júní

 • Leikjadagur haldinn hjá nemendum Grunnskóla Bolungarvíkur.
 • 17:15 Skólaslit Grunnskóla Bolungarvíkur.
 • 18:00 Mannlíf Bolungarvíkur í gegnum árin - ljósmyndasýningin formlega opnuð í kjarnanum við Aðalstræti. Sýningin er opin á opnunartíma verslana og stendur yfir til 4. ágúst.
 • 20:00 Dorgveiðikeppni á höfninni fyrir krakka á öllum aldri.
 • Tónleikar í Einarshúsi - upplagt að njóta ljúffengra rétta í Einarshúsi og hlýða á fagra tóna, borðapantanir í síma 456-7901.


Laugardagur 5. júní

 • 10:00-18:00 Ókeypis í sund í Sundlaug Bolungarvíkur.
 • Sæadýrasýning Náttúrustofu Vestfjarða á höfninni.
 • 10:30 Lagt á Djúpið – hátíðarsigling.
 • 12:00-14:00 Sjávarréttasúpa, dragspilið þanið, andlitsmálun og sjóara-tattú í björgunarstöðinni.
 • 12:00 Litla gula hænan í uppfærslu Lottu á túnblettinum við Verkalýðshúsið.
 • 13:30 Félagar úr Sæfara kynna kayak.
 • 13:30-17:00 Sjómannadagskrá með Þuríðarsundi, karahlaupi, reiptogi, koddaslag, kappróðri og fleiri skemmtilegum uppákomum.
 • 18:00 Fjölskyldudansleikur við félagsheimilið með Ingó og Veðurguðunum.
 • 20:00 Hátíðarkvöldverður í félagsheimilinu.
 • 23:00 Sjómannadagsball í félagsheimilinu með Ingó og Veðurguðunum.


Sunnudagur 6. júní

 • 10:00-17:00 Ókeypis í sjóminnjasafnið Ósvör.
 • 13:30 Skrúðganga frá Brimbrjótnum að Hólskirkju.
 • 14:00 Hátíðarmessa í Hólskirkju, sjómannskonur lesa ritningarlestra, cand. theol. Þorgils Hlynur Þorbergsson predikar.
 • 14:50 Blómsveigar lagðir að minnismerkjum sjómanna.
 • 15:00 Kaffisala kvennadeildar Landsbjargar í félagsheimilinu.