Viðburðir

  • Bolungarvík
  • 29. maí 2019 - 2. júní 2019, Bolungarvík

Sjómannadagshelgin 2019

Sjómannadagurinn 2019 verður sunnudaginn 2. júní.

Sjómannadagurinn í Bolungarvík á sér langa og merka sögu og er einn af stóru menningarviðburðunum í bænum ár hvert enda er Bolungarvík ein elsta verstöð landsins.

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hérlendis á Ísafirði og í Reykjavík hinn 6. júní árið 1938 sem var annar dagur hvítasunnu. 

Sjómannadagurinn í Bolungarvík var fyrst haldinn hátíðlegur 29. maí 1939 sem einnig var annar dagur hvítasunnu. 

Sjómannadagurinn í Bolungarvík verður 80 ára þann 29. maí 2019.