Viðburðir

 • Sjómannadagurinn Bolungarvík 2022 eftir messu
 • 1. júní 2023 - 4. júní 2023, Bolungarvík

Sjómannadagshelgin 2023

Sjómannadagurinn 2023 er sunnudagurinn 4. júní og sjómannadagshelgin verður því 2.-4. júní 2023.

Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir. 

Dagskrá :

Föstudagur 2. júni:

 • 17:00 Dorgveiðikeppni fyrir krakka á öllum aldri á Brimbrjótum, verðlaun í boði fyrir stærsta fiskinn, minnsta fiskinn og flestu fiskana.
 • 18:30 Sjósund hittumst á sandinum ef veður leyfir. Katrín Pálsdóttir mun taka á móti ykkur og sjá um að leiðbeina þeim sem vilja prófa. Heitur drykkur í boði sem yljar
  kroppinn í lok sunds. Sjálfsábyrgð í sjónum.

Laugadagur 3. júni:

 • 10:00 Lagt á Djúpið hátíðarsigling frá Bolungarvíkurhöfn
 • 12:00 Gilitrutt leiksýning Lottu við félagsheimilið
 • 13:30 Sjómannadagskrá með kappróðri og skemmtilegum leikjum fyrir alla í boði Björgunarsveitarinnar Ernis
 • 13:30 Listasýning barnanna á hafnarsvæðinu
 • 13:30 Andlitsmálning
 • 20:00 Hátíðarkvöldverður í félagsheimilinu
 • 23:00 Sjómannadagsball í félagsheimilinu

Sunnudagur 4. júni:

 • 13:30 Hópganga frá Brimbrjótnum að Hólskirkju
 • 14:00 Hátíðarguðsþjónusta í Hólskirkju
 • 14:50 Blómsveigar lagðir að minnismerkjum sjómanna
 • 15:00 Kaffisala kvennadeildar í Slysavarnarhúsinu

Tökum þátt og verum virk, SAMAN !

*Ath. Sundlaug Bolungarvíkur verður lokuð frá 30. maí -9. júní.