Viðburðir

  • 31. maí 2025, 15:30 - 16:00, Ósvör

Sjófmennska í Ósvör

Sumir eru sjómenn meðan aðrir eru sjófmenn og hafa varla migið í brimsalt hafið. Hér segir af einum slíkum sem ólst þó upp í sjóþorpinu Bíldudal en hans sjómannssaga er örstutt, hófst í æsku og lauk á unglingsárunum. Stundum er sagt að allt gangi í ættir og má það sannlega segja um þennan sjófmann sem er komin af kaupaéðnum og sjófmönnum sem sumir vilja þó meina að sé sama deildin. Sjófmaðurinn Elfar Logi rekur hér sína stuttu sjómannssögu svo úr verður dulítil sjófmannssaga.