Viðburðir

  • Vidburdir-Markadshelgin-1-_1719586529325
  • 4. júlí 2024 - 5. júlí 2024, 17:00 - 15:00, Bolungarvík

Skrautfjaðrir Bolungarvíkur

Sérleg dómnefnd á vegum ráðsins mun skoða húsin og velja vinningshafa.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.

  • 50.000 kr. fyrsta sæti
  • 30.000 kr. annað sæti
  • 20.000 kr. þriðja sæti

Úrslitin verða kynnt á laugadaginn 6. júlí kl. 15:00. Vinninga vitjað á bæjarskrifstofu.

Eins og undanfarin ár mun efri bærinn skreyta allt, hátt og lágt í rauðum lit og neðri bærinn skreytir í bláum. Litirnir tákna hafið og eldmóð bæjarbúa. Fyrirtæki bæjarins taka sér græna litinn til skreytinga. Sjá kort hér!

Það er góð hugmynd að hver litur haldi sambandi á milli íbúa og komi upp skemmtilegri stemmingu fyrir skrúðgönguna á föstudagskvöldið.

Hugmyndaflugið er ykkar sterkasta vopn í leiknum og takmörk eru engin!
Hægt er að kaupa ýmsan varning Bjarnabúð og Kjörbúðinni í litunum góðu.

Þetta hefur gengið stórvel undanfarin ár og um að gera að stækka sig í ár í tilefni 50 ára afmælis Bolungarvíkurkaupstaðar!

Fani-Markadshelgi

Fánar fást hjá Fánasmiðjunni á Ísafirði.